Knattspyrnumaðurinn Markús Páll Ellertsson er á förum frá Fram til Triestina sem er í C-deild á Ítalíu.
Fótbolti.net skýrir frá þessu en Markús er 18 ára gamall og spilaði sjö leiki með Fram í Bestu deild á síðasta tímabili.
Triestina er í 17. sæti A-riðils í deildinni með 20 stig eftir 24 leiki. Kristófer Jónsson er leikmaður liðsins en hann kom þangað árið 2023.