Hollenski markvörðurinn Guy Smit er gengin til liðs við Vestra á Ísafirði í Bestu deild karla í knattspyrnu frá KR.
Guy kom til ÍSlands árið 2020 og hefur spilað 80 deildarleiki hér á landi, alla í efstu deild með Leikni, Val, ÍBV og KR. Hann lék 26 af 27 leikjum KR í Bestu deild á síðasta tímabili.
Samningur hans við KR rann út eftir síðasta tímabil og hann tekur slaginn með Vestra á næsta tímabili en liðið endaði í þriðja neðsta sæti árið 2024, með jafn mörg stig og HK sem féll.