Var snuðaður um tæplega 50 milljónir króna

„Ég fékk alltaf greitt fyrsta hvers mánaðar og það var alltaf staðið við allar bónusgreiðslur líka,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

Theódór Elmar, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna í haust eftir farsælan feril og var ráðinn aðstoðarþjálfari uppeldisfélags síns KR.

Greiðslurnar stoppuðu

Elmar lék með Akhisarspor í Tyrklandi tímabilið 2019-2020 en hann fór í mál við félagið vegna vangoldinna launa.

„Ég fékk greitt beint inn á bankareikning, ekkert reiðufé eins og tíðkastið í Tyrklandi, en svo skall kórónuveirufaraldurinn á og þá stoppuðu greiðslurnar,“ sagði Theódór Elmar.

„Klúbburinn lenti í miklu basli og maður hætti að fá launin sín greidd. Ég beið of lengi því ég hafði alltaf fengið greitt á réttum tíma fram að þessu.

Peningar eru ekki jafn mikilvægir og fólk vill meina. Vinnuframlagið minnkaði og á endanum rifti ég samningnum. Félagið fór í gjaldþrot og þetta voru einhverjar 326.000 evrur sem ég átti inni hjá þeim,“ sagði Theódór Elmar meðal annars en það samsvarar tæplega 50 milljónum íslenskra króna.

Viðtalið við Theódór Elmar í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert