Færður í Egilshöllina vegna veðurs

KR-ingar fagna marki í sigurleiknum gegn Val í úrslitum Reykjavíkurmótsins …
KR-ingar fagna marki í sigurleiknum gegn Val í úrslitum Reykjavíkurmótsins í síðustu viku. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Viðureign KR og Keflavíkur í deildabikar karla í knattspyrnu fer fram í Egilshöllinni í Reykjavík í kvöld, ekki á KR-vellinum eins og fyrirhugað var.

Leikurinn var færður inn vegna slæms veðurútlits.

Þetta er fyrsti leikur beggja liða í keppninni og fyrsti leikur 4. riðils í A-deildinni. Með þessum liðum þar eru ÍBV, Leiknir R., Selfoss og Stjarnan en hinir leikirnir í fyrstu umferðinni fara fram á fimmtudag og föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert