Nik Chamberlain, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í kvennafótboltanum, var harðorður í garð Reykjavíkurmótsins í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X í gær.
Nik deildi þar pistli Elvars Geirs Magnússonar, ritstjóra fótbolta.net, þar sem hann ræddi mótafyrirkomulagið og að það væri úr sér gengið.
Elvar kom meðal annars með þá uppástungu að leggja mótið niður og taka upp hreinan úrslitaleik í janúar þar sem efstu tvö lið Bestu deildarinnar, sem eru staðsett í Reykjavík, mætast í hreinum úrslitaleik.
„Það er leiðinlegt að segja það en Reykjavíkurmótið kvennamegin, þetta er djók,“ sagði Nik í færslu sinni.
„Árið 2022 mætti enginn til þess að afhenda bikarinn. Árið 2023 var enginn úrslitaleikur og árið 2024 neituðu tvö stórlið að taka þátt vegna þess sem gerðist árið 2023.
Árið 2025 var Stjörnunni boðið að taka þátt því það vantaði lið, þær vinna mótið en enda samt í öðru sæti,“ segir enn fremur í færslunni.
I'm sorry, but the rvkmot competition is a joke on the women's side. 2022 don't show up to give the trophy, 2023 didn't play the final, 2024 two big teams don't enter because of 2023, 2025 Stjarnan invited to help with numbers, win the competition but given 2nd #fotboltinet https://t.co/QNPrm9OqrH
— Nik Chamberlain (@NikChambers16) February 2, 2025