Brasilíumaðurinn samdi í Njarðvík

Joao Ananias í leik með Njarðvíkingum.
Joao Ananias í leik með Njarðvíkingum. mbl.is/Óttar Geirsson

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Joao Ananias hefur samið við Njarðvíkinga um að leika áfram með þeim í 1. deildinni á komandi keppnistímabili.

Ananias er 34 ára miðjumaður sem kom til Njarðvíkinga fyrir tímabilið 2023 þegar þeir voru nýliðar í 1. deildinni og er því að hefja sitt þriðja tímabil með liðinu.

Hann kom til Njarðvíkur frá Bylis í Albaníu og hafði nokkrum árum áður verið í stuttan tíma hjá Ventspils í Lettlandi en að öðru leyti spilað í neðri deildunum í heimalandi sínu.

Ananias hefur leikið 40 af 44 leikjum Njarðvíkinga í 1. deildinni undanfarin tvö ár og skorað í þeim tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert