Brasilíski knattspyrnumaðurinn Joao Ananias hefur samið við Njarðvíkinga um að leika áfram með þeim í 1. deildinni á komandi keppnistímabili.
Ananias er 34 ára miðjumaður sem kom til Njarðvíkinga fyrir tímabilið 2023 þegar þeir voru nýliðar í 1. deildinni og er því að hefja sitt þriðja tímabil með liðinu.
Hann kom til Njarðvíkur frá Bylis í Albaníu og hafði nokkrum árum áður verið í stuttan tíma hjá Ventspils í Lettlandi en að öðru leyti spilað í neðri deildunum í heimalandi sínu.
Ananias hefur leikið 40 af 44 leikjum Njarðvíkinga í 1. deildinni undanfarin tvö ár og skorað í þeim tvö mörk.
He’s back.
— Njarðvík, knattspyrnudeild (@fcnjardvik) February 4, 2025
João Ananias hefur skrifað undir nýjan árssamning og mun spila með liði Njarðvíkur tímabilið 2025. Er þetta mikið gleðiefni þar sem João hefur spilað frábærlega með liðinu síðustu tvö tímabil og auk þess verið frábær félagsmaður. Hlökkum til að sjá João aftur í grænu! pic.twitter.com/43dXQAU3TQ