Nýr fyrirliði Vesturbæinga

Aron Sigurðarson í úrslitaleiknum um síðustu helgi.
Aron Sigurðarson í úrslitaleiknum um síðustu helgi. mbl.is/Karítas

Fótboltamaðurinn Aron Sigurðarson hefur verið gerður að fyrirliða KR.

Þetta tilkynnti Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Vesturbæinga, í samtali við fótbolta.net eftir úrslitaleik Reykjavíkurmótsins um síðustu helgi þar sem KR vann öruggan sigur, 3:0.

Aron, sem er 31 árs gamall, er elstur í leikmannahópi KR en hann tekur við fyrirliðabandinu af Theódóri Elmari Bjarnasyni sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Aron gekk til liðs við KR frá Horsens í Danmörku fyrir síðasta keppnistímabil og er á leið inn í sitt annað tímabil með Vesturbæingum.

Sóknarmaðurinn skoraði fimm mörk og lagði upp önnur tíu til viðbótar í 22 leikjum KR í Bestu deildinni síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert