Ísland mætir Frakklandi og Sviss

Eggert Aron Guðmundsson er áfram gjaldgengur í U21-árs landsliðið.
Eggert Aron Guðmundsson er áfram gjaldgengur í U21-árs landsliðið. mbl.is/Karítas

U21-árs landslið Íslands í knattspyrnu karla dróst í C-riðil með Frakklandi, Sviss, Færeyjum, Lúxemborg og Eistlandi í undankeppni EM 2027, sem fer fram í Albaníu og Serbíu það sumar.

Dregið var í morgun en undankeppnin hefst strax í næsta mánuði og stendur yfir fram til haustsins 2026. Umspil um síðustu lausu sæti fer svo fram í nóvember 2026.

Ísland var í þriðja styrkleikaflokki en Sviss var í öðrum styrkleikaflokki og Frakkland í þeim efsta fyrir dráttinn.

Leikmenn fæddir árið 2004 og síðar eru gjaldgengir í U21-árs landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert