Kominn heim eftir ellefu ára fjarveru

Einar Karl Ingvarsson í leik með Grindvíkingum.
Einar Karl Ingvarsson í leik með Grindvíkingum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Karl Ingvarsson, sem var fyrirliði Grindvíkinga í 1. deild karla í fótbolta á síðasta tímabili, er kominn aftur til uppeldisfélagsins, FH.

Einar, sem er 31 árs miðjumaður, lék síðast með FH árið 2013 en síðan með Fjölni og Grindavík, með Val frá 2015 til 2020 og síðan með Stjörnunni í tvö ár en tvö síðustu tímabilin hefur Einar leikið með Grindvíkingum.

Hann á að baki 160 leiki í efstu deild og 53 leiki í 1. deild og spilaði á sínum tíma átta leiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert