Spila í Serbíu fimm dögum fyrir EM

Leikmenn Íslands og Serbíu á vellinum í Stara Pazova fyrir …
Leikmenn Íslands og Serbíu á vellinum í Stara Pazova fyrir ári síðan. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Serbíu í vináttulandsleik í Stara Pazova í Serbíu þann 27. júní í sumar.

Þetta verður lokaleikur liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss en þar leikur liðið fyrst gegn Finnlandi í Thun fimm dögum síðar, eða miðvikudaginn 2. júlí.

Ísland og Serbía mættust á sama stað í umspili Þjóðadeildarinnar í febrúar á síðasta ári. Sá leikur endaði 1:1 en völlurinn er í miðstöð serbneska knattspyrnusambandsins í Stara Pazova, skammt frá Belgrad.

Það er í eina skiptið í átta viðureignum sem Íslandi hefur ekki tekist að sigra Serbíu en fjórum dögum síðar vann íslenska liðið seinni leik þjóðanna, 2:1, á Kópavogsvellinum og hélt með því  sæti sínu í A-deildinni.

Þar með eru í það minnsta tíu leikir framundan hjá íslenska liðinu næstu fimm mánuðina. Leikjadagskrá landsliðsins er þannig:

21. febrúar: Sviss - Ísland, Þjóðadeildin
25. febrúar: Frakkland - Ísland, Þjóðadeildin
4. apríl: Ísland - Noregur, Þjóðadeildin
8. apríl: Ísland - Sviss, Þjóðadeildin
30. maí: Noregur - Ísland, Þjóðadeildin
3. júní: Ísland - Frakkland, Þjóðadeildin
27. júní: Serbía - Ísland, vináttulandsleikur
2. júlí: Finnland - Ísland á EM í Sviss
6. júlí: Sviss - Ísland á EM í Sviss
10. júlí: Noregur - Ísland á EM í Sviss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert