KA-menn styrkja sig

Bjarki Fannar Helgason hefur samið við KA.
Bjarki Fannar Helgason hefur samið við KA. Ljósmynd/Höttur/Huginn

Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá samningi við Bjarka Fannar Helgason til ársins 2028.

Bjarki kemur til KA frá Hetti/Hugin en mun leika með Austfjarðarliðinu á komandi leiktíð áður en hann flytur norður.

Bjarki er miðjumaður sem er fæddur árið 2005. Hann lék 21 deildarleik með Hetti/Hugin á síðustu leiktíð og skoraði fimm mörk í 2. deildinni.

KA endaði í efsta sæti neðri hluta Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð. Höttur/Huginn varð í sjöunda sæti 2. deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert