Skoraði fernu í átta marka leik

Unnur Dóra Bergsdóttir gekk til liðs við Þrótt frá Selfossi …
Unnur Dóra Bergsdóttir gekk til liðs við Þrótt frá Selfossi í desember. Ljósmynd/Þróttur

Unnur Dóra Bergsdóttir skoraði fernu er Þróttur vann stórsigur gegn Fylki, 7:1, í riðli eitt í deildabikar kvenna í knattspyrnu í dag.  

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Kristrún Rut Antonsdóttir og Þórdís Nanna Ágústsdóttir skoruðu hin mörk Þróttar en Guðrún Þóra Geirsdóttir gerði eina mark Fylkis.  

FH hafði betur gegn Stjörnunni, 1:0, í riðli tvö í deildabikarnum í Hafnarfirði í dag.  

Hildur Katrín Snorradóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu.  

Að lokum vann Víkingur 2:1-sigur gegn FHL í riðli tvö í deildabikarnum í dag. 

Staðan var 2:0 fyrir Víking í hálfleik en Erna Guðrún Magnúsdóttir og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir skoruðu mörk Víkinga.  

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, leikmaður Víkings, fékk rautt spjald á 50. mínútu og aðeins mínútu síðar minnkaði Björg Gunnlaugsdóttir muninn fyrir FHL. Þrátt fyrir að vera manni færri héldu Víkingar út og unnu 2:1-sigur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert