Andri með þrennu í fyrri hálfleik

Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í kvöld.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í kvöld. Ljósmynd/Stjarnan

Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik þegar liðið vann stórsigur á Selfossi, 6:0, í annarri umferð riðils 4 í A-deild deildabikarsins í knattspyrnu á Selfossi í kvöld.

Andri Rúnar skoraði fyrst eftir aðeins tveggja mínútna leik, bætti við öðru marki sínu tuttugu mínútum síðar og fullkomnaði þrennuna skömmu fyrir hálfleik.

Í millitíðinni hafði Jón Hrafn Barkarson komið Stjörnunni í 3:0 og staðan því 4:0 í hálfleik.

Andri Rúnar var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik þegar Emil Atlason kom inn á. Emil kom Stjörnunni í 5:0 á 71. mínútu.

Áður en yfir lauk skoraði annar varamaður, Haukur Örn Brink, sjötta mark Stjörnunnar og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert