Tjáir sig um brotthvarfið

Þorri Mar Þórisson hefur yfirgefið herbúðir Öster í Svíþjóð.
Þorri Mar Þórisson hefur yfirgefið herbúðir Öster í Svíþjóð. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Þorri Már Þórisson er farinn frá sænska félaginu Öster eftir tveggja ára veru en hann kom til félagsins frá KA.

Þorri náði ekki að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Öster og komust hann og félagið að samkomulagi um að rifta samningnum ári fyrr.

„Þegar ég kom til Öster var stóra markmiðið að fara upp í úrvalsdeildina og það tókst. Það hefur verið frábær reynsla að vera hér og ég verð þakklátur fyrir það alla ævi.

Auðvitað hefði ég viljað gefa meira sjálfur. Ég hef alltaf gert mitt besta og lagt mig allan fram en svona er þetta stundum. Ég óska Öster og öllum hjá félaginu góðs gengis,“ er m.a. haft eftir Þorra á heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert