„Enginn af ykkur var fæddur þá“

Þorsteinn Halldórsson í leik með KR gegn ÍA í Meistaraleik …
Þorsteinn Halldórsson í leik með KR gegn ÍA í Meistaraleik Sigursteins Gíslasonar heitins sumarið 2011. Gísli Baldur Gíslason

Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálf­ari ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, von­ast til þess að Íslend­ing­ar fjöl­menni á heima­leiki liðsins gegn Sviss og Nor­egi í A-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar í næsta mánuði, sem fara fram á gervi­grasvelli Þrótt­ar úr Reykja­vík í Laug­ar­daln­um.

„Það er bara fínt sko. Þetta er auðvitað breyt­ing en flest­ir leik­menn hafa ein­hvern tím­ann spilað þarna. Grasið er gott þarna. Mér leið nú al­veg vel þegar ég var þarna sjálf­ur þannig að þetta er ekk­ert nýtt fyr­ir mig. Ég var þarna í mörg ár.

Það er bara til­hlökk­un hjá okk­ur að vera í Laug­ar­daln­um. Von­andi mæt­ir fólk á völl­inn, kaup­ir alla miða sem hægt er að kaupa, fylli völl­inn og styðji við okk­ur,“ sagði Þor­steinn á frétta­manna­fundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laug­ar­dal í gær um hvernig það væri að spila á gervi­gras­inu í Laug­ar­dal.

„Það hjálp­ar og skipt­ir máli. Við sáum það síðasta sum­ar að þetta skipt­ir allt máli, að fólk mæti á völl­inn og styðji við liðið. Mér finnst leik­menn og liðið eiga það skilið,“ bætti hann við.

Þorsteinn Halldórsson kátur á fréttamannafundi.
Þor­steinn Hall­dórs­son kát­ur á frétta­manna­fundi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á góðar minn­ing­ar af vell­in­um

Þor­steinn þekk­ir vel til hjá Þrótti þar sem hann lék með liðinu síðustu ár leik­manna­fer­ils­ins og þjálfaði karlaliðið árin 2006 og 2009. Auk þess lék hann reglu­lega á gervi­gras­inu í Laug­ar­dal þegar all­ir leik­ir Reykja­vík­ur­móts­ins fóru þar fram á sín­um tíma.

Á fund­in­um var Þor­steinn spurður hver upp­á­halds minn­ing hans af Þrótt­ara­velli væri og svaraði hann um hæl:

„Það er ör­ugg­lega þegar gervi­grasið var þarna fyrst og ég varð Reykja­vík­ur­meist­ari 1988. Það var eng­inn af ykk­ur fædd­ur þá!“

Beindi Þor­steinn, sem lék með KR frá 1986 til 1992, orðum sín­um að viðstödd­um frétta­mönn­um. Of­an­ritaður var reynd­ar eini fréttamaður­inn af þeim sem voru viðstadd­ir sem var fædd­ur vorið 1988 en að vísu þá ein­ung­is sex mánaða gam­all.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert