Gerum gott „húh“ á 13. mínútu

Kári Kárason, til vinstri, kátur í Pristínu í dag.
Kári Kárason, til vinstri, kátur í Pristínu í dag. mbl.is/Jóhann Ingi

„Við höf­um verið að fara á hina ólík­leg­ustu leiki með ís­lenska landsliðinu,“ sagði Kári Kára­son, einn af ör­fá­um Íslend­ing­um sem gerðu sér leið til Prist­ínu í Kósóvó fyr­ir leik Íslands og Kósóvó í Þjóðadeild­inni í kvöld.

Liðin mæt­ast í um­spili um sæti í B-deild keppn­inn­ar og er fyrri leik­ur­inn í Prist­ínu í kvöld og seinni leik­ur­inn í Murcia á sunnu­dag.

„Við höf­um farið til Sviss, Pól­lands og á stór­mót. Þetta lá vel fyr­ir okk­ur að taka þessa tvo leiki. Flug­in voru auðveld og svo end­um við á Spáni, sem er geggjað,“ sagði Kári og hélt áfram:

„Það er bjór og ham­borg­ari núna og svo leggj­um við okk­ur. Við mæt­um svo hress­ir í leik­inn og reyn­um að sofa eitt­hvað, því það er flug snemma á morg­un til Alican­te.“

Kári verður einn af 20 Íslend­ing­um í stúk­unni í kvöld, gegn tæp­lega 13.000 stuðnings­mönn­um Kósóvó.

„Tutt­ugu manns geta gert gott „húh“ á 13. mín­útu,“ sagði Kári og hló er hann var spurður út í þá ójöfnu bar­áttu.

Hann er spennt­ur fyr­ir kom­andi tím­um með landsliðinu en Arn­ar Gunn­laugs­son stýr­ir liðinu í fyrsta skipti í kvöld.

„Ég hlakka til að sjá hvernig Arn­ar legg­ur þetta upp. Ég á von á sókndjörf­um leik. Ég hitti landa­mæra­vörð og hann sagði að þeta færi 3:1 fyr­ir þeim en ég er bjart­sýnn.

Það vita all­ir hvað Arn­ar gerði hjá Vík­ingi. Ég spái því að við fáum jafn­tefli í kvöld, 2:2. Við fáum mörk og svo al­vöru­leik í Murcia,“ sagði Kári.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert