Fyrirgjöfin fín en skallinn geggjaður

Helgi Fróði Ingason lék vel með íslenska liðinu í dag.
Helgi Fróði Ingason lék vel með íslenska liðinu í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

„Það var gam­an að spila þenn­an leik og alltaf gam­an að spila fyr­ir landsliðið,“ sagði Helgi Fróði Inga­son í sam­tali við mbl.is eft­ir að hann og liðsfé­lag­ar hans í U21 árs landsliðinu í fót­bolta unnu ör­ugg­an sig­ur á Ung­verjalandi, 3:0, í vináttu­lands­leik í Pinatar á Spáni í dag.

Ísland var með 2:0-for­ystu í hálfleik og inn­siglaði sig­ur­inn með þriðja mark­inu þegar skammt var eft­ir, en fyrri hálfleik­ur­inn var sér­stak­lega vel leik­inn hjá ís­lenska liðinu.

„Við gerðum þetta vel sam­an og sér­stak­lega í fyrri hálfleik, sem var frá­bær. Við gerðum þetta vel og þegar við spil­um svona vel er erfitt að spila á móti okk­ur. Við vilj­um að það sé erfitt að spila á móti okk­ur.

Við héld­um bolt­an­um vel inn­an liðsins og vor­um hættu­leg­ir á síðasta þriðjungi. Við erum með tvo stóra fram­herja sem geta klárað fær­in og eru frá­bær­ir. Þeir eru hreyf­an­leg­ir og gott að spila með þeim,“ sagði hann.

Helgi átti sjálf­ur mjög góðan leik og var síógn­andi á vinstri kant­in­um. Hann lagði upp fyrsta mark leiks­ins á Hilmi Rafn Mika­els­son.

„Mér leið mjög vel og það er geðveikt að spila með Daní­el í bakverðinum. Hann tal­ar mikið í vörn­inni og í sókn­inni tek­ur hann góð hlaup sem opn­ar fyr­ir mig. Fyr­ir­gjöf­in var fín en skall­inn hjá Hilmi var geggjaður,“ sagði Helgi.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert