Sannfærandi sigur á Ungverjum

Hilmir Rafn Mikaelsson kom Íslandi yfir snemma í leiknum.
Hilmir Rafn Mikaelsson kom Íslandi yfir snemma í leiknum. mbl.is/Eyþór Árnason

Ísland vann sann­fær­andi sig­ur á Ung­verjalandi, 3:0, í vináttu­lands­leik 21-árs liða karla í knatt­spyrnu í dag en leikið var á Pinatar Ar­ena í Murcia-héraði á Spáni.

Ísland náði for­yst­unni á 15. mín­útu þegar Helgi Fróði Inga­son átti góðan sprett upp vinstri kant­inn og sendi fyr­ir markið þar sem Hilm­ir Rafn Mika­els­son var mætt­ur og skoraði með glæsi­leg­um skalla upp í hægra hornið, 1:0.

Á 36. mín­útu átti síðan Daní­el Freyr Kristjáns­son fyr­ir­gjöf frá vinstri og fyr­irliði Ung­verja sendi bolt­ann í eigið mark af markteign­um, aðþrengd­ur af Hilmi Rafni. Staðan var því 2:0 í hálfleik.

Litlu munaði að Hilm­ir kæmi Íslandi þrem­ur mörk­um yfir snemma í síðari hálfleik en markvörður Ung­verja varði glæsi­lega frá hon­um.

Þriðja markið kom á 69. mín­útu þegar Hinrik Harðar­son fékk langa send­ingu fram völl­inn. Hann var einn gegn varn­ar­manni Ung­verja og skoraði með lúmsku skoti í stöng­ina nær og inn, 3:0.

Litlu munaði að Guðmund­ur Bald­vin Nökkva­son næði að bæta við fjórða mark­inu und­ir lok leiks­ins.

Lið Íslands: (4-4-2) Mark: Hall­dór Snær Georgs­son. Vörn: Jó­hann­es Krist­inn Bjarna­son (Ásgeir Helgi Orra­son 79.), Logi Hrafn Ró­berts­son (Bald­vin Þór Berndsen 85.), Hlyn­ur Freyr Karls­son, Daní­el Freyr Kristjáns­son (Bald­ur Kári Helga­son 85.). Miðja: Ágúst Orri Þor­steins­son (Ad­olf Daði Birg­is­son 66.), Eggert Aron Guðmunds­son (Guðmund­ur Bald­vin Nökkva­son 66.), Hauk­ur Andri Har­alds­son, Helgi Fróði Inga­son (Ró­bert Frosti Þorkels­son 66.) Sókn: Hilm­ir Rafn Mika­els­son (Dag­ur Örn Fjeld­sted 79.), Beno­ný Breki Andrés­son (Hinrik Harðar­son 46.)
Vara­markvörður­inn Arn­ar Logi Jó­hann­es­son var sá eini sem kom ekki við sögu.

Strák­arn­ir mæta Skot­um í vináttu­leik á sama stað á þriðju­dag­inn.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert