„Auðvitað tekur þetta tíma hjá nýjum þjálfara“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson.
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísland mæt­ir Kó­sovó í seinni leik liðanna í um­spili um sæti í B-deild Þjóðadeild­ar karla í fót­bolta á Esta­dio Nu­eva Condom­ina-vell­in­um í Murcia á Spáni á morg­un, sunnu­dag, klukk­an 17.

Er um heima­leik Íslands að ræða en leik­ur­inn var færður til Murcia, þar sem ekki var hægt að leika á Íslandi vegna vall­ar­mála. Reiknað er með um 1.000 Íslend­ing­um á leik­inn en völl­ur­inn tek­ur rúm­lega 30.000 áhorf­end­ur.

Kó­sovó vann fyrri leik liðanna á fimmtu­dags­kvöld, 2:1, og verður Ísland því að vinna upp eins marks for­skot til að halda sæti sínu í B-deild­inni og koma í veg fyr­ir fall niður í C-deild­ina.

Seinni ekki góður

„Mér fannst fyrri hálfleik­ur­inn góður en seinni hálfleik­ur­inn ekki nógu góður,“ sagði Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son um leik­inn á fimmtu­dag, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Ísak lagði upp mark Íslands á Orra Stein Óskars­son í Prist­ínu í Kó­sovó, með glæsi­legri send­ingu. Íslenska liðið lék nokkuð vel í fyrri hálfleik en Kó­sovó var sterk­ari aðil­inn í seinni hálfleik, sem nægði til sig­urs.

„Við gerðum margt mjög vel í fyrri hálfleik og mér fannst ótrú­lega gam­an að spila hann. Þeir breyta í seinni hálfleik, fara maður á mann og við náðum ekki að leysa það. Seinni hálfleik­ur­inn var basl, þótt við höf­um fengið færi til að jafna þetta,“ út­skýrði Ísak.

Leik­ur­inn var sá fyrsti und­ir stjórn Arn­ars Gunn­laugs­son­ar hjá liðinu og Ísak er afar hrif­inn af þjálf­araaðferðum sveit­unga síns frá Akra­nesi.

„Auðvitað tek­ur þetta tíma hjá nýj­um þjálf­ara og kem­ur ekki allt í tveim­ur æf­ing­um. Við feng­um ekki marg­ar æf­ing­ar með Arn­ari fyr­ir leik­inn. Fót­bolt­inn hans er mjög skemmti­leg­ur og ég lít á fót­bolta á sama hátt og hann. Mér leið því vel inni á vell­in­um og sér­stak­lega í fyrri hálfleik,“ sagði Ísak.

Grein­ina má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert