Arnar mjög kröfuharður

Sverrir Ingi Ingason fórnar sér fyrir málstaðinn í fyrri leiknum.
Sverrir Ingi Ingason fórnar sér fyrir málstaðinn í fyrri leiknum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Varn­ar­maður­inn Sverr­ir Ingi Inga­son var nokkuð ánægður með fyrri leik Íslands gegn Kó­sovó í um­spili um sæti í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar í fót­bolta, þrátt fyr­ir að Kó­sovó hafi farið með 2:1-sig­ur af hólmi.

„Það voru marg­ir hlut­ir sem við gerðum vel og aðrir hlut­ir sem við get­um lagað. Það er eðli­legt, því við höf­um ekki fengið mik­inn tíma til að und­ir­búa okk­ur og með nýj­an þjálf­ara.

Arn­ar set­ur mikl­ar kröf­ur á okk­ur og það er eðli­legt að það séu hlut­ir sem við get­um lagað eft­ir fyrsta leik en fyrri hálfleik­ur­inn var góður hjá okk­ur. Í seinni vor­um við að missa bolt­ann á slæm­um stöðum og hann var erfiðari,“ sagði Sverr­ir við mbl.is.

Seinni leik­ur­inn fer fram í Murcia á Spáni klukk­an 17 í dag og verður Ísland að vinna upp eins marks for­skot til að halda sæti sínu í B-deild­inni.

„Við ætl­um að laga það sem þarf í seinni leikn­um. Við lær­um af fyrri leikn­um og nýt­um upp­lýs­ing­arn­ar sem þjálf­ar­inn hef­ur komið með.

Þetta hef­ur verið krefj­andi og skemmti­legt. Við vilj­um vinna þetta ein­vígi en á sama tíma horf­um við á þetta sem und­ir­bún­ing fyr­ir næstu undan­keppni. Þar eru stóru verðlaun­in,“ sagði Sverr­ir.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert