Þetta er bara glatað

Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni.
Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni. Ljósmynd/Alex Nicodim

Arn­ar Gunn­laugs­son mátti þola skell fyr­ir Kó­sovó í fyrstu tveim­ur leikj­um sín­um sem þjálf­ari karla­landsliðsins í fót­bolta. 

Ísland er dottið niður í C-deild Þjóðadeild­ar Evr­ópu eft­ir að hafa tapað sann­fær­andi fyr­ir Kó­sovó, 5:2, en seinni leik­ur­inn fór fram í Murcia á Spáni í kvöld. 

„Það var vont að horfa á þetta. Við byrjuðum vel og maður hélt að það myndi gefa okk­ur góða inn­spýt­ingu. Síðan voru þeir bara miklu betri, ekk­ert flókn­ara en það. 

Þeir stigu fast­ar en við í alla bolta. Ein­földu hlut­irn­ir fóru for­görðum hjá okk­ur. Eng­ar af­sak­an­ir frá mér, við töpuðum bara fyr­ir betra liði,“ sagði Arn­ar í sam­tali við mbl.is eft­ir leik. 

Arn­ar breytti mikið til en hann gerði alls sex breyt­ing­ar frá fyrri leikn­um og þá spiluðu Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son og Stefán Teit­ur Þórðar­son í stöðum sem þeir hafa spilað í áður. 

Sérðu eft­ir þessu?

„Fer eft­ir því hvernig þú lít­ur á það. Auðvitað sér maður eft­ir því þar sem við töpuðum leikn­um en það er betra að kom­ast að ákveðnum hlut­um núna frek­ar en í haust þegar al­var­an byrj­ar.

Þetta er tíma­bil núna, þess­ir tveir leik­ir og næstu tveir. Ég er ekki að biðja ykk­ur um að vera þol­in­móðir en ég bið leik­menn­ina um það. 

Þeir verða að hafa trú á þessu og svo verðum við klár­ir í haust, ég hef alltaf sagt það.“

Hvernig met­ur þú þenn­an leik miðað við þann fyrri? 

„Seinni hálfleik­ur var allt í lagi, við byrjuðum af krafti og ég var ánægður með það. Við feng­um síðan rautt spjald á okk­ur og þá var leik­ur­inn bú­inn. Fyrri hálfleik­ur­inn var hins veg­ar mik­il von­brigði. 

Þegar ég horfi til baka þá var leik­ur­inn í Kó­sovó betri en ég hélt, marg­ir góðir hlut­ir í hon­um. 

Marg­ir góðir hlut­ir í hon­um og þess vegna var ég svekkt­ur hvernig við tók­umst á þeirri staðreynd að vera 1:0-yfir eft­ir mín­útu, það ger­ist ekki betra. 

Við get­um talað um taktík og tækni í all­an dag en stund­um þarf bara að bretta upp erm­arn­ar.“

Breyt­ir ekki öllu 

Aron Ein­ar Gunn­ars­son fékk síðan rautt spjald á 70. mín­útu eft­ir að hafa komið inn á í hálfleik en hann fékk tvö gul. Aron var mjög ósátt­ur við dóm­inn og tek­ur Arn­ar und­ir.

„Þetta var „absúrd.“ Ég hélt að gamli vin­ur minn VAR myndi bjarga mér og okk­ur. Maður sér þetta í hverj­um ein­asta langa bolta, fram­herji og varn­ar­maður gríp­ur hvor ann­an. 

Það breyt­ir svo sem ekki öllu. Við ósk­um Kó­sovó til ham­ingju, þeir voru bara ein­fald­lega betri en við. 

Það þýðir ekki að kvarta og kveina í mögu­legu ef og hefði ef það hefði ekki verið rautt spjald. Vilj­um ekki vera í ein­hverj­um blekk­ing­ar­leik, töpuðum ein­fald­lega fyr­ir betra liði.“

Mik­il umræðu hef­ur verið um fáa kosti Íslands varn­ar­lega en Arn­ar var spurður út í það. Hann nefndi leik­menn eins og Kára Árna­son, Ragn­ar Sig­urðsson og Sölva Geir Ottesen. 

Varð það sýni­legt að liðinu vanti varn­ar­menn? 

„Við erum ekki beint með varn­ar­menn eins og við vor­um van­ir í gamla daga eins og Kára, Ragga og Sölva, get­um farið enn lengra. 

Það lið átti erfitt með að tengja sam­an tvær send­ing­ar en vann á sterk­um varn­ar­leik, ótrú­legu hjarta og vilja og voru frá­bær­ir í því. 

Við erum ekki með það lið leng­ur. Við verðum að reyna nýja hluti og að halda bolt­an­um aðeins bet­ur. 

Að sama skapi verðum við samt að verj­ast. Þetta sem við sýnd­um í fyrri hálfleik var ekki boðlegt.“

Arn­ar var síðan ómyrk­ur í máli að lok­um er hann var spurður út í það að Ísland væri fallið niður í C-deild­ina.

„Það er bara glatað, ekk­ert flókn­ara en það. Glatað að tapa og falla. Akkúrat núna þegar þú spyrð mig að þessu þá er ekk­ert já­kvætt við það.“ 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert