Slök frammistaða og Ísland fallið

Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeild­ar karla í fót­bolta eft­ir 3:1 gegn Kó­sovó í seinni leik liðanna í um­spili um sæti í B-deild­inni í kvöld en leikið var á Murcia á Spáni. Kó­sovó vann fyrri leik­inn á heima­velli, 2:1, og ein­vígið því sam­an­lagt 5:2.

Ísland byrjaði leik­inn með glæsi­brag því Orri Steinn Óskars­son skoraði strax á 2. mín­útu er hann af­greiddi bolt­ann í netið með glæsi­legu skoti í fyrsta af stuttu færi eft­ir horn­spyrnu frá Al­berti Guðmunds­syni.

Amir Rra­hmani átti fyrstu til­raun Kó­sovóa á 9. mín­útu er hann skallaði að marki úr þröngu færi og bolt­inn beint í fangið á Há­koni Rafni Valdi­mars­syni í marki Íslands. Þrem­ur mín­út­um síðar átti hann ann­an skalla úr teign­um en aft­ur fór bolt­inn beint á Há­kon.

Albert Guðmundsson með boltann.
Al­bert Guðmunds­son með bolt­ann. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Íslenska liðið komst í hann krapp­ann á 16. mín­útu er Ermal Krasn­iqi skaut hár­fínt yfir úr fínu færi eft­ir mis­tök hjá vörn­inni og Há­koni. Íslenska liðið byrjaði flest­ar sókn­ir á stutt­um send­ing­um frá markverði og varn­ar­mönn­um sem stund­um bauð ákveðinni hættu heim.

Íslenska liðinu gekk illa að skapa sér opin færi í kjöl­far marks­ins hjá Orra og voru færi Kó­sovóa mun fleiri á fyrsta hálf­tím­an­um en staðan þó enn 1:0.

Milot Rashica fékk gullið tæki­færi til að jafna leik­inn og koma Kó­sovó yfir í ein­víg­inu þegar hann fékk frí­an skalla af stuttu færi í teign­um á 31. mín­útu en Há­kon Rafn var vel staðsett­ur og gerði mjög vel í að verja.

Jón Dagur á ferðinni.
Jón Dag­ur á ferðinni. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Sókn Kó­sovó bar ár­ang­ur á 35. mín­útu er Vedat Muriqi var gal­op­in í teign­um og skoraði af ör­yggi af stuttu færi eft­ir send­ingu frá vinstri. Var staðan þá 1:1 og 2:1 fyr­ir Kó­sovó sam­an­lagt.

Kó­sovó hélt áfram að sækja og Ermal Krasn­iqi komst í fínt færi mín­útu eft­ir markið en Há­kon Rafn var vand­an­um vax­inn í mark­inu.

Ísland skapaði sér loks­ins færi á 40. mín­útu er Will­um Þór Will­umsson skaut fram­hjá úr teign­um eft­ir skynd­isókn. Rúmri mín­útu síðar skallaði Will­um rétt fram­hjá eig­in marki eft­ir enn eina sókn Kó­sovó. Amir Rra­hmani skaut rétt fram­hjá úr horn­inu sem Kó­sovó fékk í kjöl­farið.

Orri Steinn Óskarsson í þann mund að koma Íslandi yfir.
Orri Steinn Óskars­son í þann mund að koma Íslandi yfir. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Kó­sovó hélt áfram að sækja og vera mun sterk­ari aðil­inn í leikn­um og það skilaði sér í öðru mark­inu í blálok fyrri hálfleiks er Muriqi slapp í gegn og potaði bolt­an­um fram­hjá Há­koni í markið.

Var staðan í hálfleik því 2:1 Kó­sovó í vil og 3:1 í ein­víg­inu og út­litið svart fyr­ir ís­lenska liðið.

Ísland byrjaði seinni hálfleik­inn ágæt­lega og Þórir Jó­hann Helga­son átti hættu­legt skot á 53. mín­útu. Bolt­inn stefndi í hornið en Amir Saipi í marki Kó­sovó varði vel.

Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jó­hann Helga­son. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Al­bert skaut síðan yfir úr auka­spyrnu af 30 metra færi eða svo á 62. mín­útu og gekk ís­lenska liðinu illa að skapa sér góð færi.

Vont varð síðan verra á 69. mín­útu er Aron Ein­ar Gunn­ars­son, sem kom inn á fyr­ir seinni hálfleik­inn, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt er hann tók Muriqi niður á miðsvæðinu þegar sókn­ar­maður­inn var að kom­ast í góða stöðu.

Staðan versnaði síðan enn á 79. mín­útu þegar Muriqi skoraði sitt þriðja mark og þriðja mark Kó­sovó er hann kom bolt­an­um í netið af stuttu færi þegar ís­lenska liðinu mistókst að koma bolt­an­um í burtu eft­ir horn­spyrnu.

Leik­ur­inn var í raun bú­inn eft­ir þriðja markið og fjaraði hann út í kjöl­farið.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Ísland 1:3 Kó­sovó opna loka
skorar Orri Steinn Óskarsson (2. mín.)
Mörk
skorar Vedat Muriqi (35. mín.)
skorar Vedat Muriqi (45. mín.)
skorar Lindon Emërllahu (79. mín.)
fær gult spjald Aron Einar Gunnarsson (48. mín.)
fær rautt spjald Aron Einar Gunnarsson (70. mín.)
fær gult spjald Albert Guðmundsson (70. mín.)
fær gult spjald Andri Lucas Guðjohnsen (72. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Mërgim Vojvoda (40. mín.)
fær gult spjald Vedat Muriqi (53. mín.)
fær gult spjald Leart Paqarada (75. mín.)
fær gult spjald Ermal Krasniqi (76. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Ísland tapar einvíginu með þremur mörkum og mun leika í C-deild Þjóðadeildarinnar næst.
90
Þremur mínútum bætt við leikinn.
87
Kósovó gerir tvær breytingar til viðbótar og Muriqi fær meðal annars heiðursskiptingu.
87 Albion Rrahmani (Kósovó) kemur inn á
87 Vedat Muriqi (Kósovó) fer af velli
86 Dion Gallapeni (Kósovó) kemur inn á
86 Florent Muslija (Kósovó) fer af velli
83 Ísland fær hornspyrnu
Jón Dagur tók þarna nokkra hringi.
82 Ísland fær hornspyrnu
79 MARK! Lindon Emërllahu (Kósovó) skorar
1:3 - Þrenna frá Muriqi. Boltinn berst til hans inn eftir að Emerllahu hefur betur gegn Sverri í skallabaráttunni og Muriqi setur boltann í netið. Þrjú framherjamörk.
79 Kósovó fær hornspyrnu
79 Florent Muslija (Kósovó) á skot sem er varið
77 Ilir Krasniqi (Kósovó) kemur inn á
77 Ermal Krasniqi (Kósovó) fer af velli
77 Emir Sahiti (Kósovó) kemur inn á
77 Milot Rashica (Kósovó) fer af velli
76 Ermal Krasniqi (Kósovó) fær gult spjald
Þá brýtur Krasniqi á Bjarka sem vinnur aðra aukaspyrnu á hættulegum stað. Ekkert varð úr henni heldur.
76
Jón Dagur skýtur beint í vegginn.
75 Leart Paqarada (Kósovó) fær gult spjald
Fyrir brot á Alberti og Ísland fær aukaspyrnu á góðum stað.
72 Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) fær gult spjald
Andri fer harkalega í Paqarada. Íslensku landsliðsmennirnir orðnir pirraðir.
72
Aron og Arnar eru báðir mjög reiðir. Muriqi hélt eitthvað fyrst í Aron.
70 Albert Guðmundsson (Ísland) fær gult spjald
Albert fær síðan gult spjald fyrir mótmæli.
70 Aron Einar Gunnarsson (Ísland) fær rautt spjald
Aron Einar rífur Muriqi niður og fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ísland manni færri restina af leiknum. Var erfitt áður og verður enn erfiðra upp úr þessu.
66
Arnar gerir tvær breytingar í viðbót. Kristian fær sínar fyrstu mínútur undir honum.
65 Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) kemur inn á
65 Orri Steinn Óskarsson (Ísland) fer af velli
65 Kristian Nökkvi Hlynsson (Ísland) kemur inn á
65 Willum Þór Willumsson (Ísland) fer af velli
64 Ísland fær hornspyrnu
62 Albert Guðmundsson (Ísland) á skot yfir
Bjartsýnisskot úr aukaspyrnu en yfir markið.
58 Ermal Krasniqi (Kósovó) á skot sem er varið
Hákon ver vel frá Krasniqi en boltinn berst síðan til Arons Einars sem missir hann frá sér og Muriqi kemst inn í boltann en nær ekki skoti á markið.
55 Lindon Emërllahu (Kósovó) kemur inn á
55 Vesel Demaku (Kósovó) fer af velli
Getur ekki haldið leik áfram.
53 Ísland fær hornspyrnu
53 Þórir Jóhann Helgason (Ísland) á skot sem er varið
Hörkuskot utan teigs en Saipi ver vel.
53 Vedat Muriqi (Kósovó) fær gult spjald
Fyrir ljótt brot á Þóri.
49 Kósovó fær hornspyrnu
48 Aron Einar Gunnarsson (Ísland) fær gult spjald
Fær strax gult fyrir brot á Muriqi.
47
Willum í fínasta færi eftir sendingu frá Orra en er of lengi að koma sér í skotið og varnarmenn Kósovó komast fyrir.
46
Tvöföld breyting hjá Íslandi í hálfleik.
46 Seinni hálfleikur hafinn
46 Aron Einar Gunnarsson (Ísland) kemur inn á
46 Arnór Ingvi Traustason (Ísland) fer af velli
46 Logi Tómasson (Ísland) kemur inn á
46 Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) fer af velli
45 Hálfleikur
Afleitum fyrri hálfleik lokið eftir draumabyrjun. Kósovó yfir með marki og tveimur í einvíginu.
45 MARK! Vedat Muriqi (Kósovó) skorar
+3 - Kósovó er komið yfir. Orri Steinn tapar boltanum á vallarhelmingi Kósovó og Kósovómenn eru síðan aðeins örfáar sekúndur að koma Muriqi í dauðafæri og framherjinn reyndi klárar af öryggi. Rashica átti sendinguna í gegn á Muriqi.
45
Þremur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
43 Amir Rrahmani (Kósovó) á skot framhjá
Reynir bakfallsspyrnu en fram hjá markinu. Fyrirliðinn verið í fullt af færum.
43 Ísland fær hornspyrnu
Boltinn af kollinum og rétt fram hjá marki Íslands. Hefði orðið skrautlegt sjálfsmark.
40 Willum Þór Willumsson (Ísland) á skot framhjá
Þórir með frábæra sendingu á Willum sem kemur sér í skotfæri en fram hjá markinu fer boltinn. Betra frá Íslandi.
40 Mërgim Vojvoda (Kósovó) fær gult spjald
Fær fyrsta spjald leiksins fyrir brot á Jóni Degi.
37 Ermal Krasniqi (Kósovó) á skot sem er varið
Strax komnir aftur í sókn en skot Krasniqi er lélegt og beint á Hákon.
35 MARK! Vedat Muriqi (Kósovó) skorar
1:1 - Muriqi jafnar metin. Muslija með sendingu á Paqarada sem sendir boltann fyrir markið á Muriqi sem skorar í opið mark. Því miður verður þetta að teljast verðskuldað.
34
Albert með fyrirgjöf úr aukaspyrnu á Orra Stein sem reynir að skalla boltann fyrir markið en varnarmenn Kósovó koma boltanum burt.
31
Þá þarf Arnór Ingvi aðhlynningu en hann er staðinn upp og getur vonandi haldið leik áfram.
30 Milot Rashica (Kósovó) á skalla sem er varinn
Rashica í dauðafæri en skallinn er laus og beint á Hákon sem ver vel.
28
Albert lyftir boltanum á fjærstöngina en þar nær Paqarada varnarmaður Kósovó að bjarga á ögurstundu áður en Willum komst í boltann.
27 Þórir Jóhann Helgason (Ísland) á skot framhjá
Kemst í fína skotstöðu en nær ekki að halda boltanum niðri.
26 Amir Rrahmani (Kósovó) á skot sem er varið
Þægilegt fyrir Hákon.
25 Kósovó fær hornspyrnu
Kósovóliðið mun líklegra.
22 Bjarki Steinn Bjarkason (Ísland) kemur inn á
Bjarki Steinn kemur inn í hans stað.
22 Valgeir Lunddal Friðriksson (Ísland) fer af velli
Valgeir Lunddal getur ekki haldið leik áfram vegna meiðsla.
19
Hættuleg sókn Íslands þar sem Jón Dagur kemur boltanum á Albert sem missir hann rétt svo frá sér.
15 Ermal Krasniqi (Kósovó) á skot yfir
Hættuleg tilraun en ofan á markið. Íslenska liðið hefur átt í erfiðleikum með Kósovó eftir markið.
12 Amir Rrahmani (Kósovó) á skalla sem er varinn
Aftur gerir fyrirliðinn sig líklegan en Hákon handsamar boltann. Kósovó að komast inn í leikinn.
11 Kósovó fær hornspyrnu
10 Milot Rashica (Kósovó) á skot yfir
Hátt yfir markið.
9 Amir Rrahmani (Kósovó) á skalla sem er varinn
Nær skallanum á fjærstönginni en hann er laus og beint í fangið á Hákoni.
8 Kósovó fær hornspyrnu
8
Erfitt er að sjá nákvæmlega hvað kerfið hjá Arnari er í dag. Ísak hefur verið að færa sig inn á miðjuna úr vinstri bakvarðarstöðunni og Stefán Teitur kemur upp á miðju úr miðvarðarstöðunni. Þetta er alls konar.
4
Eftir þessa draumabyrjun er allt jafnt í einvíginu, 2:2.
3 Ísland (Ísland) VAR
VAR-sjáin skoðaði atvikið aðeins en ekkert að markinu og það dæmt gott og gilt.
2 MARK! Orri Steinn Óskarsson (Ísland) skorar
1:0 - Jahérna hér! Albert með hornspyrnuna beint á Orra Stein sem setur boltann í netið frá miðjum teignum. Ekki amaleg byrjun.
1 Ísland fær hornspyrnu
Ísland fær hornspyrnu á fyrstu mínútunni.
1 Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann. Albert sparkar okkur af stað.
0
Þjóðsöngvarnir búnir og nú erum við að fara af stað. Ísland í bláu og Kósovó í hvítu. Það var öfugt í fyrri leiknum.
0
Ferðalok ómar nú í hljóðkerfinu í Murcia. Við höldum í hefðir þótt við séum með heimaleik á Spáni. Gerum það besta úr þessari furðulegu stöðu.
0
Liðin ganga nú til búningsklefa í síðasta sinn fyrir leikinn. Vonandi fer Arnar með einhverja töfraþulu og kveikir verulega á leikmönnum.
0
Kósovóar eitthvað ósáttir við fánamál.
0
Hákon Arnar Haraldsson er ekki með í kvöld vegna meiðsla. Við vonum innilega að þau séu ekkert alvarleg.
0
Jóhann Berg Guðmundsson byrjar á bekknum í kvöld. Hann leikur sinn 100. landsleik ef hann kemur inn á.
0
Liðin eru komin út á völl og byrjuð að hita. Áhorfendur eru byrjaðir að týnast á völlinn. Íslensku áhorfendurnir og þeir frá Kósovó eru hlið við hlið og lítil öryggisgæsla. Hér verða vonandi allir vinir.
0
Arijanet Muric, markvörður Ipswich á Englandi, er ekki með Kósovó í kvöld vegna meiðsla. Hann varði mark Kósovó í fyrri leiknum.
0
Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig íslenska liðið kemur til leiks, með tvo miðjumenn í vörninni og mikið breytt lið. Öðruvísi uppstilling en í fyrri leiknum.
0
Miðjumennirnir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson eru báðir í varnarlínunni í kvöld og fá nýtt hlutverk.
0
Sverrir Ingi Ingason, Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Rafn Valdimarsson, Albert Guðmundsson og Orri Steinn Óskarsson eru þeir einu sem byrja í kvöld sem voru einnig í byrjunarliðinu í fyrri leiknum.
0
Hákon Arnar Haraldsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Logi Tómasson, Guðlaugur Victor Pálsson og Mikael Egill Ellertsson byrja á bekknum en Hákon er að glíma við einhver meiðsli.
0
Stefán Teitur Þórðarson, Þórir Jóhann Helgason, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Valgeir Lunddal Friðriksson og Jón Dagur Þorsteinsson koma inn í liðið.
0
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson gerir sex breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum.
0
Þessi leikur fer fram í Murcia á heimavelli samnefnds liðs. Það leikur í C-deild Spánar en völlurinn tekur rúmlega 30.000 manns. Búist er við um 1.600 manns í kvöld.
0
Kósovó vann fyrri leikinn í Pristínu 2:1 og þarf Ísland því að vinna upp eins marks forskot til að halda sæti sínu í B-deildinni.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá seinni leik Íslands og Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Ísland: (4-3-3) Mark: Hákon Rafn Valdimarsson. Vörn: Valgeir Lunddal Friðriksson (Bjarki Steinn Bjarkason 22), Sverrir Ingi Ingason, Stefán Teitur Þórðarson, Ísak Bergmann Jóhannesson (Logi Tómasson 46). Miðja: Willum Þór Willumsson (Kristian Nökkvi Hlynsson 65), Þórir Jóhann Helgason, Arnór Ingvi Traustason (Aron Einar Gunnarsson 46). Sókn: Albert Guðmundsson, Orri Steinn Óskarsson (Andri Lucas Guðjohnsen 65), Jón Dagur Þorsteinsson.
Varamenn: Elías Rafn Ólafsson (M), Lúkas Petersson (M), Guðlaugur Victor Pálsson, Logi Tómasson, Jóhann Berg Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson, Aron Einar Gunnarsson, Júlíus Magnússon, Bjarki Steinn Bjarkason, Kristian Nökkvi Hlynsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Mikael Egill Ellertsson.

Kósovó: (4-5-1) Mark: Amir Saipi. Vörn: Mërgim Vojvoda, Amir Rrahmani, Lumbardh Dellova, Leart Paqarada. Miðja: Elvis Rexhbecaj, Vesel Demaku (Lindon Emërllahu 55), Ermal Krasniqi (Ilir Krasniqi 77), Milot Rashica (Emir Sahiti 77), Florent Muslija (Dion Gallapeni 86). Sókn: Vedat Muriqi (Albion Rrahmani 87).
Varamenn: Faton Maloku (M), Visar Bekaj (M), Dion Gallapeni, Fidan Aliti, Ilir Krasniqi, Albion Rrahmani, Emir Sahiti, Baton Zabërgja, Qëndrim Zyba, Lindon Emërllahu, Mustafë Abdullahu, Andi Hoti.

Skot: Kósovó 13 (10) - Ísland 5 (2)
Horn: Ísland 6 - Kósovó 5.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson og Jökull Þorkelsson
Völlur: Estadio Nueva Condomina í Murcia

Leikur hefst
23. mars 2025 17:00

Aðstæður:
16 stiga hiti, léttur vindur og fínasti völlur, þótt hann sé aðeins tættur á köflum.

Dómari: Jesús Gil Manzano, Spáni
Aðstoðardómarar: Diego Barbero og Ángel Nevado, Spáni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert