Yrði í fyrsta skipti í sögunni

Þórir Jóhann Helgason með boltann gegn Kósovó á fimmtudaginn var.
Þórir Jóhann Helgason með boltann gegn Kósovó á fimmtudaginn var. Ljósmynd/Alex Nicodim

Þórir Jó­hann Helga­son, landsliðsmaður í fót­bolta, er byrjaður að leika með fé­lagsliði sínu Lecce í ít­ölsku A-deild­inni en hann fékk fá tæki­færi með liðinu fram­an af tíma­bili.

Á und­an­förn­um vik­um eru tæki­fær­in mun fleiri og hef­ur Þórir spilað vel.

„Þetta er meira upp núna miðað við hvernig þetta var eft­ir að ég kom til baka úr láni í Þýskalandi. Þá var mér til­kynnt að ég væri ekki í hópn­um í deild­inni og mætti ekki einu sinni vera á bekkn­um, þótt ég væri með á æf­ing­um.

Síðan kem­ur nýr þjálf­ari, ég stend mig vel á æf­ing­um og byrja að fá tæki­færi. Ég nýtti þau tæki­færi og hef spilað 12-13 leiki síðan og ég er mjög sátt­ur við það,“ sagði Þórir í sam­tali við mbl.is.

Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Lecce er þrem­ur stig­um fyr­ir ofan fallsæti í ít­ölsku A-deild­inni og því í fall­bar­áttu.

„Við erum dans­andi á lín­unni og það er krefj­andi. Það er pressa frá stuðnings­mönn­um og fé­lag­inu. Við vilj­um vera áfram í A-deild­inni.

Það yrði þá í fyrsta skipti í sög­unni sem Lecce verður í þrjú ár í röð í efstu deild og það yrði mikið af­rek. Við ætl­um að gefa allt í þetta í lok­in,“ sagði Þórir.

Hann kann ágæt­lega við lífið í Lecce á Suður-Ítal­íu.

„Þetta er mjög fínt. Það er leiðin­legt að ferðast þangað þar sem þetta er neðst niðri á Ítal­íu. Það er gott að búa þarna og góður mat­ur og þetta er voðal­ega fínt,“ sagði hann.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert