Strákarnir skutu Skotana í kaf á Spáni

Benoný Breki Andrésson skoraði tvö mörk gegn Skotum í dag …
Benoný Breki Andrésson skoraði tvö mörk gegn Skotum í dag og lagði eitt upp. mbl.is/Eyþór Árnason

Ísland vann stór­sig­ur á Skotlandi, 6:1, þegar þjóðirn­ar mætt­ust í vináttu­lands­leik 21-árs landsliða karla í knatt­spyrnu á Pinatar Ar­ena í Murcia á Spáni í dag.

Íslenska liðið gerði því góða ferð til Spán­ar því í fyrri leik henn­ar vann það sann­fær­andi sig­ur á Ung­verj­um, 3:0. Liðið býr sig með þessu und­ir undan­keppni Evr­ópu­móts­ins sem hefst í haust.

Beno­ný Breki Andrés­son kom Íslandi yfir á 24. mín­útu eft­ir send­ingu Hauks Andra Har­alds­son­ar í gegn­um vörn Skota.

Hauk­ur var aft­ur á ferðinni á 40. mín­útu þegar hann fékk send­ingu inn í víta­teig­inn hægra meg­in frá Ad­olf Daða Birg­is­son og renndi bolt­an­um út á Eggert Aron Guðmunds­son sem hamraði hann í netið, 2:0.

Og á loka­mín­útu fyrri hálfleiks skoraði Beno­ný Breki sitt annað mark eft­ir horn­spyrnu Jó­hann­es­ar Krist­ins Bjarna­son­ar frá hægri, 3:0.

Skot­ar minnkuðu mun­inn í 3:1 í byrj­un síðari hálfleiks með marki frá Ryan One en Hauk­ur Andri var enn á ferð á 58. mín­útu þegar hann kom ís­lenska liðinu í 4:1 eft­ir send­ingu frá Beno­ný Breka sem var þar með líka kom­inn með stoðsend­ingu.

Ekki skánaði staða Skot­anna á 74. mín­útu þegar þeir misstu Fin­lay Pollock af velli með rautt spjald.

Íslenska liðið nýtti liðsmun­inn vel strax á 78. mín­útu þegar Dag­ur Örn Fjeld­sted sendi fyr­ir markið frá hægri eft­ir skynd­isókn og Hilm­ir Rafn Mika­els­son skoraði af markteig, 5:1.

Þrem­ur mín­út­um síðar spilaði ís­lenska liðið skosku vörn­ina sund­ur og sam­an og Helgi Fróði Inga­son renndi bolt­an­um á Jó­hann­es Krist­in sem renndi hon­um í netið frá víta­teig, 6:1.

Lið Íslands: Hall­dór Snær Georgs­son (Arn­ar Freyr Jó­hann­es­son 61.) – Jó­hann­es Krist­inn Bjarna­son (Hlyn­ur Freyr Karls­son 83.), Ásgeir Helgi Orra­son (Bald­vin Þór Berndsen 61.), Logi Hrafn Ró­berts­son, Daní­el Freyr Kristjáns­son (Bald­ur Kári Helga­son 83.) – Hauk­ur Andri Har­alds­son (Helgi Fróði Inga­son 71.), Ad­olf Daði Birg­is­son (Dag­ur Örn Fjeld­sted 61.), Eggert Aron Guðmunds­son (Guðmund­ur Bald­vin Nökkva­son 61.), Ró­bert Frosti Þorkels­son – Hinrik Harðar­son (Ágúst Orri Þor­steins­son 71.), Beno­ný Breki Andrés­son (Hilm­ir Rafn Mika­els­son 71.)

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert