Allt jafnt í toppslagnum í Leipzig

Holland og Frakkland gerðu markalaust jafntefli í D-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu í Leipzig í Þýskalandi í kvöld.

Liðin eru því bæði með 4 stig og nær öruggt að þau fara bæði áfram úr riðlinum. Austurríki er með 3 stig en Pólverjar eru án stiga. Holland mætir Austurríki og Pólland mætir Frakklandi í lokaumferð riðilsins. Úrslitin þýða að vonir Pólverja um að komast áfram eru endanlega úr sögunni. Þeir enda í neðsta sætinu, hvernig sem lokaumferðin fer. 

Hollendingar fengu færi eftir aðeins 60 sekúndur þegar Mike Maignan í marki Frakka varði í horn frá Jeremie Frimpong.

Frakkar fengu sitt fyrsta færi á 5. mínútu þegar Bart Verbruggen í marki Hollands þurfti að blaka boltanum yfir þverslána eftir gott skot frá Antoine Griezmann.

Frakkar komust í dauðafæri á 14. mínútu þegar Adrien Rabiot og Griezmann voru með boltann í markteignum en mistókst einhvern veginn að koma honum á markið.

Tveimur mínútum síðar átti Cody Gakpo gott skot á mark Frakka frá vítateig sem Maignan varði vel í horn.

Leikurinn var bráðfjörugur áfram og liðin skiptust á um eiga hættulegar sóknir og hálffæri. Mörkin létu á sér standa og staðan 0:0 í hálfleik.

Jeremie Frimpong skýtur að marki Frakka eftir 60 sekúndna leik …
Jeremie Frimpong skýtur að marki Frakka eftir 60 sekúndna leik í kvöld. AFP/Franck Fife

Byrjunin á síðari hálfleik var róleg og fátt gerðist við mörkin fyrsta korterið. Aurélien Tchoua­meni átti síðan ágætan skalla rétt yfir mark Hollands á 63. mínútu. Rétt á eftir varði Verbruggen í marki Hollands vel frá Griezmann.

Xavi Simons virtist hafa komið Hollandi yfir, 1:0, á 69. mínútu en félagi hans var of nærri markverðinum og talinn hafa truflað hann, þannig að markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Frakkar voru áfram heldur líklegri aðilinn eftir því sem dró að lokamínútum leiksins. Það breytti engu og niðurstaðan varð markalaust jafntefli.

Kylian Mbappé sat allan tímann á varamannabekk Frakka í kvöld, greinilega ekki klár í slaginn eftir nefbrotið sem hann hlaut í leiknum við Austurríki á dögunum.

Byrjunarliðin:

Holland: (4-3-3)

Mark: Bart Verbruggen.
Vörn: Denzel Dumfries, Stefan de Vrij, Virgil van Dijk, Nathan Aké.
Miðja: Jerdy Schouten (Joey Veerman 73.), Xavi Simons (Georginio Wijnaldum 73.), Tijani Reijnders.
Sókn: Jeremie Frimpong (Lutsharel Geertruida 73.), Memphis Depay (Wout Weghorst 79.), Cody Gakpo.

Frakkland: (4-3-3)

Mark: Mike Maignan.
Vörn: Jules Koundé, Dayot Upamecano, William Saliba, Theo Hernández.
Miðja: Aurélien Tchouameni, N'Golo Kanté, Adrien Rabiot.
Sókn: Ousmane Dembélé (Kingsley Coman 75.), Marcus Thuram (Oliver Giroud 85.), Antoine Griezmann.

mbl.is
L M Stig
1 Þýskaland 3 8:2 7
2 Sviss 3 5:3 5
3 Ungverjaland 3 2:5 3
4 Skotland 3 2:7 1
L M Stig
1 Spánn 3 5:0 9
2 Ítalía 3 3:3 4
3 Króatía 3 3:6 2
4 Albanía 3 3:5 1
L M Stig
1 England 3 2:1 5
2 Danmörk 3 2:2 3
3 Slóvenía 3 2:2 3
4 Serbía 3 1:2 2
L M Stig
1 Austurríki 3 6:4 6
2 Frakkland 3 2:1 5
3 Holland 3 4:4 4
4 Pólland 3 3:6 1
L M Stig
1 Rúmenía 3 4:3 4
2 Belgía 3 2:1 4
3 Slóvakía 3 3:3 4
4 Úkranía 3 2:4 4
L M Stig
1 Portúgal 3 5:3 6
2 Tyrkland 3 5:5 6
3 Georgía 3 4:4 4
4 Tékkland 3 3:5 1
Sjá alla riðla
L M Stig
1 Þýskaland 3 8:2 7
2 Sviss 3 5:3 5
3 Ungverjaland 3 2:5 3
4 Skotland 3 2:7 1
L M Stig
1 Spánn 3 5:0 9
2 Ítalía 3 3:3 4
3 Króatía 3 3:6 2
4 Albanía 3 3:5 1
L M Stig
1 England 3 2:1 5
2 Danmörk 3 2:2 3
3 Slóvenía 3 2:2 3
4 Serbía 3 1:2 2
L M Stig
1 Austurríki 3 6:4 6
2 Frakkland 3 2:1 5
3 Holland 3 4:4 4
4 Pólland 3 3:6 1
L M Stig
1 Rúmenía 3 4:3 4
2 Belgía 3 2:1 4
3 Slóvakía 3 3:3 4
4 Úkranía 3 2:4 4
L M Stig
1 Portúgal 3 5:3 6
2 Tyrkland 3 5:5 6
3 Georgía 3 4:4 4
4 Tékkland 3 3:5 1
Sjá alla riðla