Frækinn sigur Georgíu á Portúgal – Tyrkland áfram

Khvicha Kvaratskhelia fagnar fyrsta marki leiksins.
Khvicha Kvaratskhelia fagnar fyrsta marki leiksins. AFP

Georgía vann í kvöld frækinn 2:0- sigur á Portúgal í lokaumferð í riðlakeppni EM karla í fótbolta í Gelsenkirchen. Með sigrinum tryggði Georgía sér sæti í 16-liða úrslitum á sínu fyrsta lokamóti.

Georgíumenn byrjuðu með miklum látum og Khvicha Kvaratskhelia skoraði eftir tæplega tveggja mínútna leik er hann skoraði af öryggi eftir að hann slapp í gegn.

Portúgal reyndi hvað það gat til að jafna en án árangurs og var staðan í hálfleik 1:0. Hún varð svo 2:0 á 57. mínútu er Georges Mikautadze skoraði úr víti.

Portúgal skapaði sér nokkuð af færum eftir það en Giorgi Mamardashvili stóð vaktina gríðarlega vel í marki Georgíu og 2:0 urðu lokatölur. Eru bæði lið því komin áfram í 16-liða úrslit.

Í hinum leik riðilsins vann Tyrkland sigur á Tékklandi, 2:1, í Hamburg og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum. Tékkland er úr leik.

Antonín Barák fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 20. mínútu og voru Tékkar því manni færri stóran hluta leiks.

Hakan Calhanoglu nýtti sér það á 51. mínútu er hann skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Tyrkland.

Thomas Soucek jafnaði fyrir Tékkland á 66. mínútu en Cenk Tosun tryggði Tyrklandi sigur í uppbótartíma.

Georgía mætir Spáni í 16-liða úrslitum, Portúgal og Slóvenía mætast og Tyrkland mætir Austurríki. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

EM karla F-riðill opna loka
kl. 21:00 Leik lokið Portúgal, Georgía og Tyrkland fara áfram. Tékkland situr eftir með sárt ennið.
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin