Hareide vel fagnað í München (myndskeið)

Åge Hareide náði frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Dana.
Åge Hareide náði frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Dana. Ljósmynd/Alex Nicodim

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands, er vinsæll í Danmörku eftir að hafa náð frábærum árangri með landslið Dana, og hann fékk heldur betur góðar mótttökur hjá dönskum stuðningsmönnum í München.

Danir léku þar gegn Serbum í lokaumferð C-riðils Evrópumóts karla í gærkvöld og tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum.

Þegar Hareide birtist fyrir utan leikvanginn fyrir leikinn var honum vel fagnað og margir þurftu að fá mynd af sér með Norðmanninum.

Hareide þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2020. Undir hann stjórn komst danska liðið í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Rússlandi árið 2018 og þegar hann kvaddi liðið í árslok 2020 var það ósigrað í venjulegum leiktíma í 34 leikjum í röð á fjórum árum, frá haustinu 2016.

Móttökurnar má sjá í myndskeiðinu:

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin