Kjaftaði óvart frá félagaskiptum

Waldemar Anton er á leið til Dortmund samkvæmt Rudi Völler
Waldemar Anton er á leið til Dortmund samkvæmt Rudi Völler AFP/ Tobias Schwarz

Rudi Völler, yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Þýskalands, hljóp á sig á blaðamannafundi á EM í dag þegar hann kjaftaði frá því að varnarmaðurinn Waldemar Anton muni ganga til liðs við Dortmund frá Stuttgart. Hvorugt félagið hefur gefið nokkuð út um yfirvofandi félagaskipti.

Starfsmaður sambandsins greip inn í og sagði Völler ekki hafa ætlað sér að ljóstra upp leyndarmálinu. Völler sagðist hafa lesið einhverstaðar að Anton væri á leið til Dortmund. 

„Ég er pínu gamaldags. Af og til les ég blöðin og ég held að ég hafi lesið einhverstaðar að Anton væri að skipta um félag. Sjáum til hvort ég hafi rétt fyrir mér eða ekki,“ sagði Völler.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin