Vandamál í vörn Þjóðverja

Antonio Rudiger.
Antonio Rudiger. AFP

Þýski varnarjaxlinn Antonio Rüdiger, leikmaður Real Madrid, var fjarri góðu gamni á æfingu þýska landsliðsins í knattspyrnu í dag vegna meiðsla í læri. Rüdiger virtist meiðast í leik Þjóðverja gegn Sviss í síðasta leik A-riðils.

Þjóðverjar mæta Dönum á laugardaginn í sextán liða úrslitum en annar varnarmaður liðsins, Jonathan Tah, verður í leikbanni í þeim leik. Það er því áhyggjuefni fyrir Julian Nagelsmann, þjálfara liðsins, verði Rüdiger ekki búinn að ná sér.

Nico Schlottenberg og Waldemar Anton eru taldir líklegastir til að leysa Rüdiger af hólmi missi hann af leiknum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin