Varga útskrifaður af sjúkrahúsi

Barnabás Varga í leik með Ungverjalandi gegn Þýskalandi í síðustu …
Barnabás Varga í leik með Ungverjalandi gegn Þýskalandi í síðustu viku. AFP/Lluis Gene

Barnabás Varga, sóknarmaður Ungverjalands, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Stuttgart í Þýskalandi eftir að hann fékk  þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Skotlandi í A-riðli Evrópumóts karla í fótbolta á sunnudagskvöld.

Varga kinnbeinsbrotnaði þegar hann og Angus Gunn, markvörður Skotlands, skullu harkalega saman og hlaut aðhlynningu í sjö mínútur á vellinum í Stuttgart.

Hann gekkst undir skurðaðgerð á sjúkrahúsinu sem gekk vel, var útskrifaður í morgun en þátttöku hans á EM er lokið. Ungverjaland á enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit en það kemur í ljós í dag þegar keppni í E og F-riðli lýkur.

„Takk fyrir öll skilaboðin. Það er gott að vera kominn aftur heim. Núna þarf ég að hvíla mig í nokkrar vikur.

Eftir það einblíni ég á að jafna mig. Ég er þegar búinn að skoða hvað gerðist, ég er ekki taugaveikluð týpa,“ sagði Varga í myndskeiði sem félagslið hans, Ferencváros, birti á heimasíðu sinni í dag.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin