Heitir Georgíumönnum fúlgum fjár

Khvicha Kvaratskhelia fagnar marki sínu gegn Portúgal í gærkvöldi.
Khvicha Kvaratskhelia fagnar marki sínu gegn Portúgal í gærkvöldi. AFP

Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu, hefur heitið því að gefa leikmönnum og starfsfólki karlalandsliðs þjóðarinnar alls 30 milljónir georgískra larí eftir að liðið vann Portúgal og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í gær.

30 milljónir larí nema tæplega 1,5 milljörðum íslenskra króna og hefur Ivanishvili gefið það út að leikmenn og starfsfólk landsliðs Georgíu fái 30 milljónir larí að gjöf til viðbótar takist liðinu einnig að hafa betur gegn Spáni í 16-liða úrslitunum.

Ivanishvili er ólígarki sem er metinn á um 700 milljarða íslenskra króna samkvæmt Forbes. Hann stofnaði stjórnmálaflokkinn Georgíski draumurinn árið 2012 og var forsætisráðherra þjóðarinnar í eitt ár frá 2012 til 2013.

Georgíski draumurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn á þingi Georgíu og segir í tilkynningu frá flokknum að peningagjafir Ivanishvili muni berast landsliðinu í gegnum góðgerðarsamtök í hans nafni.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin