Ítalskir fjölmiðlar láta þjálfarann heyra það

Luciano Spalletti fær skammir frá ítölskum fjölmiðlum
Luciano Spalletti fær skammir frá ítölskum fjölmiðlum AFP/Odd ANDERSEN

Luciano Spalletti, þjálfari ítalska landsliðsins í fótbolta, fær það óþvegið í ítölskum fjölmiðlum eftir ósigur Ítala gegn Sviss í sextán liða úrslitum EM í Berlín í dag.

La Gazzetta dello Sport segir Spalletti ekki eiga skilið að stýra liðinu áfram.

 „Einungis Donnarumma hefur spilað nógu vel. Spalletti hefur bara þjálfað liðið síðan í september en hann hefur algjörlega brugðist“, er skrifað í umfjöllun um leikinn.

Corriere Della Serra tekur dýpra í árinni.

„Svissneska liðið var með yfirburði yfir ljótu liði Ítala. Liðið og þjálfarinn voru tómir, tæknilega, taktískt og móralskt. Falleinkunn á hvern einasta leikmann og þjálfara“.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin