Heimamenn slógu frændþjóðina úr leik

Kai Havertz og liðsfélagar hans fagna marki
Kai Havertz og liðsfélagar hans fagna marki AFP/ KENZO TRIBOUILLARD

Gestgjafar Þjóðverja eru komnir áfram í átta liða úrslit Evrópumóts karla í fótbolta eftir sigur á Danmörku, 2:0, í 16-liða úrslitum í Dortmund í kvöld. 

Þjóðverjar byrjuðu af gríðarlegum krafti og sköpuðu sér nokkur góð færi á fyrstu tíu mínútunum.

Nico Schlotterbeck kom boltanum í netið strax á fjórðu mínútu með skalla eftir horn en markið stóð ekki þar sem enski dómarinn Michael Oliver dæmdi aukaspyrnu.

Þremur mínútum síðar átti Joshua Kimmich bylmingsskot að marki Dana sem Kasper Schmeichel gerði glæsilega í að verja. Schlotterbeck átti síðan skalla að marki í kjölfarið sem danski markvörðurinn varði einnig vel.

Stuðningsmenn reyna að skýla sér fyrir regni og hagléli í …
Stuðningsmenn reyna að skýla sér fyrir regni og hagléli í Dortmund. AFP/Ina Fassbender

Kai Havertz átti hættulegt skot að marki skömmu síðar en enn verði Schmeichel. Eftir nánast stanslausa sókn Þjóðverja róaðist leikurinn eftir það og danska liðið komst betur inn í leikinn.

Á 35. mínútu var gert um 25 mínútna hlé af leiknum vegna veðurs en kraftmiklar þrumur og eldingar gerðu vart við sig.

Þjóðverjar fengu fín færi þegar leikurinn var flautaður á en Schmeichel varði enn og aftur vel. Rasmus Höjlund fékk besta færi Dana í fyrri hálfleik er hann slapp í gegn en Manuel Neuer varði vel frá honum og var staðan í hálfleik markalaus, þrátt fyrir góð færi beggja liða.

Joachim Andersen hélt hann væri að kom Dönum yfir á 48. mínútu er hann skoraði af stuttu færi en eftir skoðun í VAR fékk markið ekki að standa, sem var mjög umdeildur dómur.

Toni Kroos í baráttunni við Joachim Andersen og Alexander Bah
Toni Kroos í baráttunni við Joachim Andersen og Alexander Bah AFP/Tobias Schwarz

Örfáum augnablikum síðar fékk Anderson dæmt á sig hendi og víti. Kai Havertz fór á punktinn og kom þýska liðinu yfir.

Jamal Musiala sá svo um að gera annað markið á 68. mínútu er hann slapp einn í gegn eftir langa sendingu frá Schlotterbeck og kláraði af öryggi framhjá Schmeichel.

Þjóðverjar voru með mikla og góða stjórn á leiknum eftir það og tókst Dönum ekki að ógna að ráði. Heimamenn mæta því Spáni eða Georgíu í átta liða úrslitum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Þýskaland 2:0 Danmörk opna loka
90. mín. Florian Wirtz (Þýskaland) á skot sem er varið Skemmtilega spilað hjá Þjóðverjum og Wirtz kemst í gott færi í teignum en skýtur beint á Schmeichel.
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin