Bellingham í klandri fyrir dónaskap

Bellingham fagnar marki sínu í gær.
Bellingham fagnar marki sínu í gær. AFP/Adrian Dennis

Jude Bellingham skoraði með hjólhestaspyrnu á ögurstundu fyrir England gegn Slóvakíu í sextán liða úrslitum EM í gær en hann gæti fengið sekt fyrir dónalegt fagn.

Bellingham hefur verið sakaður um vanvirðingu við Slóvaka en hann fagnaði marki sínu með óviðeigandi handahreyfingum. Sjálfur hefur Bellingham beðist afsökunar á fagninu og sagt að fagnið hafi verið einkahúmor og beint að vinum leikmannsins sem sátu í stúkunni.

UEFA gæti blandað sér í málið en beðið er eftir skýrslu dómara. Samkvæmt knattspyrnulögunum ber að gefa leikmanni rautt spjald fyrir særandi hegðun í garð annarra þátttakenda leiksins en ólíklegt þykir að Bellingham, sem fagnaði 21. árs afmæli sínu á laugardaginn, verði dæmdur í leikbann.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 1. JÚLÍ

Portúgal
19:00
Slóvenía
Frakkland
16:00
Belgía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 1. JÚLÍ

Portúgal
19:00
Slóvenía
Frakkland
16:00
Belgía
Útsláttarkeppnin