De Bruyne vildi ekki tjá sig

Kevin De Bruyne er mögulega að hætta með landsliðinu.
Kevin De Bruyne er mögulega að hætta með landsliðinu. AFP/Kenzo Tribouillard

Knattspyrnumaðurinn Kevin De Bruyne vildi lítið tjá sig um hvort að leikurinn gegn Frakklandi á Evrópumótinu í Þýskalandi í dag hafi verið sinn síðasti með belgíska landsliðinu. 

Frakkland vann Belgíu 1:0 og heldur áfram í átta liða úrslit en Belgar eru á leiðinni heim. 

De Bruyne hefur verið einn besti leikmaður heims undanfarin áratug en leikurinn í dag gæti hafa verið hans síðasti með landsliðinu. 

Tekur ákvörðun eftir fríið

De Bruyne, sem er 33 ára gamall, var til viðtals við belgíska fjölmiðla eftir leikinn og sagðist þar ekki vera búinn að taka ákvörðun. 

„Ég veit það ekki, það er of snemmt til að svara. Leyfið mér að jafna mig á þessu tapi. 

Þetta er búið að vera langt tímabil, ég verð að hvíla mig. Síðan tek ég ákvörðun,“ sagði fyrirliði Belga. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Rúmenía
16:00
Holland
Austurríki
19:00
Tyrkland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Rúmenía
16:00
Holland
Austurríki
19:00
Tyrkland
Útsláttarkeppnin