Hræðileg tölfræði Belgíu

Kevin De Bruyne svekktur eftir leik.
Kevin De Bruyne svekktur eftir leik. AFP/Ina Fassbender

Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki fagnað góðum árangri á síðustu tveimur stórmótum en Belgar eru farnir heim af EM í Þýskalandi eftir tap fyrir Frökkum, 1:0, í Düs­seldorf í dag. 

Sigurmark Frakka var sjálfsmark Jan Vertongen en Belgar skoruðu aðeins tvö mörk í fjórum leikjum á Evrópumótinu. 

Skorað í einum af síðustu sex

Það sem verra er fyrir Belgíu er að liðið hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu sjö leikjum liðsins á stórmóti. 

Á HM í Katar veturinn 2022 skoraði Belgía aðeins gegn Kanada í fyrsta leik liðsins. Síðan þá hefur liðið spilað sex leiki á stórmóti og skorað í aðeins einum þeirra, sigri gegn Rúmeníu, 2:0. 

Ekki vantar upp á gæði í sókn Belga en þeir eru með einn besta miðjumann heims í Kevin De Bruyne. 

Þá er Romelu Lukaku frammi hjá liðinu og kantmenn eins og Jérémy Doku, Leandro Trossard, Lois Openda, Johan Bakayoko og Yannick Carrasco í liðinu. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Rúmenía
16:00
Holland
Austurríki
19:00
Tyrkland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Rúmenía
16:00
Holland
Austurríki
19:00
Tyrkland
Útsláttarkeppnin