Leikmönnum bannað að hitta kærustur

Joshua Kimmich ásamt kærustu sinni Linu Meyer á Evrópumótinu árið …
Joshua Kimmich ásamt kærustu sinni Linu Meyer á Evrópumótinu árið 2016. AFP/Patrik Stollarz

Ef Þýskaland vinnur Spán í átta liða úrslitum og kemst í undanúrslit Evrópumóts karla í knattspyrnu verður þeim ekki leyft að hitta eiginkonur sínar eða kærustur á meðan á mótinu stendur. 

Mótið er haldið þarlendis en leikmönnum hefur hingað til verið leyft að hitta konur sínar og fjölskyldu á milli leikja. 

Hins vegar mun það breytast ef liðið kemst í undanúrslitin. Þá er styttri hvíld á milli leikja og vill Julian Nagelsmann, þjálfari liðsins, að öll einbeiting verði á mótinu, eða svo greina þýskir miðlar frá. 

Þýskaland mætir Spáni í Stuttugart á föstudaginn kemur. 

mbl.is

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin