Enska landsliðið að breyta til?

Gareth Southgate á æfingu enska landsliðsins í gær.
Gareth Southgate á æfingu enska landsliðsins í gær. AFP/Adrian Dennis

Enska landsliðið mætir Sviss á morgun í átta liða úrslitum og er að íhuga að breyta um leikkerfi.

Samkvæmt enskum miðlum æfðu þeir 3-5-2 kerfið fyrir leikinn en Marc Guehi, sem hefur spilað alla leikina í miðverði er í banni. Í hans stað kemur líklega Ezri Konsa sem mun þá mynda þriggja manna varnarlínu með John Stones og hægri bakverðinum, Kyle Walker.

Þetta gæti þýtt að Trent Alexander-Arnold verði vængbakvörður en hann spilar bakvörð hjá Liverpool og hefur verið á miðjunni hjá Englandi.

Leikkerfið getur bætt vandræði Englands í vinstri bakvarðarstöðunni. Gareth Southgate, þjálfari liðsins er ekki hrifinn af miklum breytingum en breytti í 3-5-2 kerfið undir lok leiks gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum og gæti haldið sig við það.

mbl.is

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin