Leikmenn Englands þurfa líka að taka á sig sök

Phil Foden.
Phil Foden. AFP/Henry Nicholls

Phil Foden, leikmaður enska landsliðsins í fótbolta, kom Gareth Southgate, þjálfara liðsins, til varnar á blaðamannafundi í dag.

„Ég vorkenni Gareth. Á æfingum segir hann okkur að pressa og vera ofarlega á vellinum. Stundum þarf þetta að koma frá leikmönnunum. Við verðum að vera leiðtogar og vinna saman í að finna lausn í leikjum. Við höfum talað um þetta og ef þetta gerist aftur þá finnum við leið til þess að aðlaga pressuna okkar að mótherjanum.

Leikmenn verða að taka á sig sök. Þjálfarinn getur ekki gert allt, hann gefur þér leikskipulag  og segir þér hvernig á að pressa,“ sagði Foden.

mbl.is

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin