Spánn í undanúrslit

 Spánn er kominn í undanúrslit á Evrópumóti karla í knattspyrnu eftir 2:1 sigur á liði Þýskalands í framlengdum leik í Stuttgart í kvöld.

Sigurmarkið skoraði varamaðurinn Mikel Merino á 119. mínútu leiksins en þá skallaði hann boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Dani Olmo. Spánn mætir Frakklandi eða Portúgal í undanúrslitum á þriðjudaginn.


Það var ekki mikið um færi í fyrri hálfleik en Kai Havertz fékk þó það besta á 35. mínútu leiksins en þá kom löng sending upp völlinn og Havertz var í góðu færi til að koma Þjóðverjum yfir en Unai Simon varði vel frá honum.

Í upphafi seinni hálfleiks náðu Spánverjar svo að komast yfir en á 51. mínútu skoraði Dani Olmo gott mark en hann fékk þá góða sendingu út í teiginn frá hinum 16 ára gamla Lamine Yamal og setti boltann smekklega í netið.

Eftir þetta tóku Þjóðverjar öll völd á vellinum og reyndu þeir sérstaklega að senda boltann fyrir mark Spánverja. Það virtist ekki ætla að ganga upp fyrir heimamenn að jafna metin en rétt fyrir lok venjulegs leiktíma eða á 89. mínútu jafnaði Florian Wirtz metin fyrir Þjóðverja.

Maximillian Mittelstadt átti þá sendingu fyrir markið sem Joshua Kimmich skallaði til baka út í teiginn og þar var Wirtz og setti boltann í stöngina og inn. Stuttu síðar var flautað til loka seinni hálfleiks og þar sem staðan var 1:1 þurfti að framlengja leikinn.

Í framlengingunni voru liðin fyrst og fremst að hugsa um það að gera ekki mistök. Bæði lið fengu vissulega færi til að skora en þegar allt stefni í vítaspyrnukeppni þá kom sigurmark frá Spánverjum.

Það voru liðnar 119 mínútur af leiknum þegar markið kom frá Mikel Merino. Þjóðverjar reyndu allt til að jafna metin og fór uppbótartíminn í seinni hálfleik í framlengingunni í sjö mínútur en það dugði ekki til og því voru það Spánverjar sem fögnuðu þegar flautað var til leiksloka.

Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort það verður Portúgal eða Frakkland sem mætir Spánverjum í undanúrslitum á þriðjudagskvöldið.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Portúgal 0:0 Frakkland opna
45. mín. Hálfleikur Engu bætt við rólegan og lokaðan fyrri hálfleik. Vonandi fáum við meiri skemmtun í seinni hálfleik.

Leiklýsing

Spánn 2:1 Þýskaland opna loka
120. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbót í þessari framlengingu.
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin