Ég trúi á sjálfan mig

Bukayo Saka fór mikinn fyrir England í dag.
Bukayo Saka fór mikinn fyrir England í dag. AFP/Ina Fassbender

Bukayo Saka skoraði mark Englands þegar liðið fór í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu í Þýskalandi í dag. 

England vann Sviss í vítaspyrnukeppni en Saka jafnaði metin á 80. mínútu. Saka var líflegur allan leikinn og valinn maður leiksins. 

Saka var aðeins 19 ára þegar hann klúðraði vítaspyrnu gegn Ítalíu á EM 2021 á Wembley sem gerði Ítali að Evrópumeisturum. Í dag steig hann hins vegar kokhraustur á punktinn og skoraði. 

„Ég einblíni ekki á fortíðina. Ég get aðeins sett einbeitinguna á það sem er fyrir höfði. Ég veit að margir voru stressaðir að horfa á mig taka vítið en ég trúi á sjálfan mig,“ sagði Saka á blaðamannafundi eftir leikinn. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin