Erfitt að horfa á England á EM

Rico Henry í leik með Brentford á síðasta tímabili.
Rico Henry í leik með Brentford á síðasta tímabili. AFP/Justin Tallis

Örfætti vinstri bakvörðurinn, Rico Henry, telur að hann hefði getað staðið sig vel á EM með enska karlalandsliðinu í fótbolta á EM þar sem liðið er í vandræðum með stöðuna.

Luke Shaw, eini örfætti bakvörðurinn í enska landsliðinu hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar og er að koma til baka eftir meiðsli svo réttfætti Kieran Trippier hefur leyst stöðuna og staðið sig ágætlega.

 Henry, sem er leikmaður Brentford á Englandi, telur sig geta gert betur en Trippier þrátt fyrir að hafa sjálfur ekkert spilað síðan í september.

„Það hefur verið erfitt að horfa á England á EM án þess að vera með vinstri bakvörð í liðinu því ég veit að ég gæti staðið mig vel þarna.

LukeShaw hefur verið að glíma við meiðsli og það er enginn annar örfættur bakvörður í liðinu. Þegar ég hef verið að horfa í sumar finnst mér ég passa vel inn í liðið, það hefur verið pirrandi að vera ekki þarna en það er frábært að þeir séu komnir í átta liða úrslit,“ sagði Henry.

„Hinn valmöguleiki okkar hefur líka verið að glíma við meiðsli. Við hefðum ekki getað fundið örfættan leikmann sem getur spilað stöðuna betur en réttfætti Kieran Trippier,“ sagði Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins á blaðamannafundi.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

England
16:00
Sviss
Holland
19:00
Tyrkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Portúgal
19:00
Frakkland
Spánn
16:00
Þýskaland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

England
16:00
Sviss
Holland
19:00
Tyrkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Portúgal
19:00
Frakkland
Spánn
16:00
Þýskaland
Útsláttarkeppnin