Kroos ánægður með endurkomuna þrátt fyrir sorgina

Toni Kroos eftir leikinn í gær.
Toni Kroos eftir leikinn í gær. AFP/Tobias Schwarz

Toni Kroos spilaði hans síðasta fótboltaleik þegar Þýskaland datt úr leik á Evrópumóti karla í knattspyrnu eftir 2:1 tap gegn Spánverjum.

Kroos á að baki glæstan feril með Real Madríd og þýska landsliðinu. Hann varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2014 og ætlaði að hætta að spila með landsliðinu eftir EM 2021 en tók slaginn á EM í ár til þess að hjálpa liðinu á heimavelli.

Hann var í byrjunarliði í öllum leikjum liðsins og spilaði allan tímann nema í fyrsta leiknum gegn Skotlandi.

„Þann 29. september 2023 hringdi síminn, það var Julian Nagelsmann að biðja mig um að koma aftur í landsliðið. Það fyrsta sem ég hugsaði var „nei ég er ekki heimskur“ en það fyrsta sem hjartað sagði var „já!“

Eins og við vitum fékk hjartað að ráða.

Það fyrsta sem ég hugsaði í morgun, 06.07.2024, ég er ánægður með þessa ákvörðun, þrátt fyrir sorgina og tómleikann sem ég hef fundið fyrir síðan leikurinn var flautaður af.

Ég hef alltaf séð meira í liðinu en þeir hafa sýnt á síðustu árum en ég bjóst ekki við því að það væri möguleiki á svona stuttum tíma að eiga raunverulegan möguleika á því að vinna mótið og vera á pari við bestu liðin aftur. Þess vegna er ég mjög stoltur af því sem liðið hefur gert,“ sagði Kroos á samfélagsmiðlinum Instagram.

Í leiknum í gær fór hann í grófa tæklingu á Pedri sem fór meiddur af velli eftir aðeins átta mínútur, hann bað hann afsökunar í færslunni og óskaði honum góðs bata. 

View this post on Instagram

A post shared by Toni Kroos (@toni.kr8s)

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

England
16:00
Sviss
Holland
19:00
Tyrkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Portúgal
19:00
Frakkland
Spánn
16:00
Þýskaland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

England
16:00
Sviss
Holland
19:00
Tyrkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Portúgal
19:00
Frakkland
Spánn
16:00
Þýskaland
Útsláttarkeppnin