Vilja gefa Southgate sigur að gjöf

Harry Kane á æfingu með enska landsliðinu í gær.
Harry Kane á æfingu með enska landsliðinu í gær. AFP/Adrian Dennis

England mætir Sviss í átta liða úrslitum á Evrópumóti karla í fótbolta í dag en liðið hefur verið gagnrýnt fyrir frammistöðu þess á mótinu hingað til. Leikurinn í dag verður hundraðasti leikur Gareth Southgate sem þjálfari liðsins en hann er það sem stuðningsmenn gagnrýna mest.

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins kom þjálfara sínum til varnar á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Ég veit að þjálfarinn hefur verið gagnrýndur en að lokum er þetta frammistaða okkar á vellinum og hvernig við bregðumst við á erfiðum stundum. 

Okkur finnst hann hafa gefið okkur mjög mikið og verið einn farsælasti þjálfari í sögu enska landsliðsins. Við þurfum að fara út á völlinn og endurgjalda honum það. Það er ótrúlegt afrek að ná 100 leikjum og ég held að við viljum allir vinna til þess að gefa honum bestu gjöf sem hann gæti beðið um,“ sagði Kane.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin