Heimakonur í kjörstöðu

Dorottya Faluvegi sækir að pólska markinu í kvöld.
Dorottya Faluvegi sækir að pólska markinu í kvöld. AFP/Ferenc Izsa

Ungverjaland er í afar góðum málum í baráttunni um sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handbolta eftir stórsigur á Póllandi, 31:21, í milliriðli eitt í Debrecen í kvöld.

Ungverjar eru með sex stig í riðlinum, eins og Frakkland, og þurfa aðeins eitt stig til viðbótar til að gulltryggja sér leiki um verðlaunasæti á heimavelli.

Staðan í hálfleik var 17:9 og komust Pólverjar aldrei nálægt því að jafna í seinni hálfleik, þar sem Ungverjar voru með völdin.

Petra Vamos skoraði átta mörk fyrir Ungverja og næstu fjórir leikmenn skoruðu fjögur mörk. Aleksandra Rosiak skoraði fjögur fyrir Pólland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert