Ungverjaland er í afar góðum málum í baráttunni um sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handbolta eftir stórsigur á Póllandi, 31:21, í milliriðli eitt í Debrecen í kvöld.
Ungverjar eru með sex stig í riðlinum, eins og Frakkland, og þurfa aðeins eitt stig til viðbótar til að gulltryggja sér leiki um verðlaunasæti á heimavelli.
Staðan í hálfleik var 17:9 og komust Pólverjar aldrei nálægt því að jafna í seinni hálfleik, þar sem Ungverjar voru með völdin.
Petra Vamos skoraði átta mörk fyrir Ungverja og næstu fjórir leikmenn skoruðu fjögur mörk. Aleksandra Rosiak skoraði fjögur fyrir Pólland.