Liverpool hættir viðræðum um enska landsliðsmanninn

Anthony Gordon átti gott tímabil með Newcastle.
Anthony Gordon átti gott tímabil með Newcastle. AFP/Adrian Dennis

Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Newcastle United voru í viðræðum um enska landsliðsmanninn Anthony Gordon.

Gordon átti flott tímabil með Newcatsle og Liverpool hafði áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Samningsviðræður hættu í dag vegna þess að Newcastle vildi unga varnarmanninn, Jarell Quansah í staðin.

Quansah er partur af framtíðarplönum Liverpool og því var félagið ekki tilbúið að láta hann fara í skiptum fyrir sóknarmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert