Manchester United kynnir nýjan búning

AFP/Oli Scarff

Manchester United hefur birt myndir af nýjum aðalbúning félagsins fyrir næsta tímabil. Hönnunin er byggð á treyjum the Busby Babes frá 1952.

Búningurinn er í hefðbundnum litum United, rauð treyja, hvítar stuttbuxur og svartir sokkar, en treyjan er úr endurspeglandi efni. Treyjan sem nýi búningurinn er byggður á var hannaður til að sjást betur undir flóðljósum en á sjötta áratugnum fóru leikir oftar fram á kvöldin en áður þekktist.

Kobbie Mainoo, Rasmus Højlund og Alejandro Garnacho sátu fyrir á myndinni og endursköpuðu skemmtilegt fagn þeirra félaga á liðnu tímabili þegar þeir settust á auglýsingaskilti við enda vallarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert