250 manns missa vinnuna hjá United

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Ben Stansall

Enska knattspyrnufélagið Manchester United ætlar að reka 250 manns til þess að minnka kostnað.

Eftir skoðun var talið að stærð og gerð félagsins endurspeglaði ekki frammistöðuna inni á vellinum undanfarið og félagið er með fleira starfsfólk en þörf er á.

Samkvæmt heimildum enskra miðla á að minnka kostnað með því að reka fólk úr stöfum sem ekki eru talin mikilvæg.

United er með 1.150 manns í fullu starfi eins og staðan er núna en sú tala mun minnka um 250 á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert