Manchester liðin fá að taka þátt í Evrópukeppnum

Alejandro Garnacho og Josko Gvardiol í bkarúrslitaleik á síðasta tímabili.
Alejandro Garnacho og Josko Gvardiol í bkarúrslitaleik á síðasta tímabili. AFP/Ben Stansall

Evr­ópska knatt­spyrnu­sam­bandið, UEFA, leyfir Manchester stórveldunum, City og United að keppa í Evrópukeppnum með liðum sem eru með sömu eigendur.

City Football Group á bæði Manchester City og Girona en bæði liðin fengu sæti í Meistaradeild Evrópu.

Manchester United og franska knattspyrnufélagið Nice eru bæði tengd Ineos og fengu bæði sæti í Evrópudeildinni.

Hingað til hafa lið ekki mátt taka þátt sem eru með sömu eigendur en liðin fengu undanþágu vegna þess að Girona og Nice hafa gert breytingar sem minnka vald fjárfesta

United má hinsvegar ekki kaupa varnamanninn Jean-Clair Todibo frá Nice.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert