Frá Lyon til Everton

Jake O´Brien.
Jake O´Brien. Ljósmynd/OL

Írski knattspyrnumaðurinn Jake O´Brien verður leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en O´Brian kemur til Everton frá Olympique Lyon í Frakklandi.

Hann er 23 ára gamall miðvörður og hefur spilað 32 leiki með Lyon og skorað í þeim fimm mörk.

Hann spilaði tvo leiki með írska landliðinu í júní, rétt áður en Heimir Hallgrímsson tók við liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert